Sr. Friðrikshlaupið verður nú haldið í fjórða sinn, fimmtudaginn 25. maí kl. 11:00, á fæðingardegi Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi.

Vegalengd
Boðið er upp á 5 km hlaup í Laugardalnum en hlaupið byrjar og endar við höfuðstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi við Holtavegi 28. Hlaupaleiðin er mæld í samræmi við staðla FRÍ.

Skráning
Skráning í hlaupið fer fram með rafrænni forskráningu og sölu þátttökuseðla sem skal fylla út fyrir hlaup. Sala þátttökuseðla hefst klukkutíma fyrir hlaup í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi að Holtavegi 28.
FORSKRÁNING ER HAFIN – hægt er að skrá sig til leiks með því að fara á þessa slóð: https://www.netskraning.is/sr.fridrikshlaupid/

Þátttökugjald
Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir fullorðna en 500 kr fyrir börn. Heimilt er að kaupa fleiri en einn þátttökuseðil til styrkar æskulýðsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi og aukast þar með líkurnar á útdráttarverðlaunum í lok hlaupsins.
FRÍTT Í SUND! Allir þátttakendur í hlaupinu fá frían aðgang í Laugardalslaug eftir hlaupið.

Hlaupaleið
Hlaupið er í Laugardalnum en mynd af hlaupaleið má sjá hér að neðan (pinned post)

Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjá karla og fyrstu þrjár konur í hlaupinu, óháð aldursflokki. Verðlaunaafhending fer fram eftir að allir keppendur hafa skilað sér í mark. Þá verða glæsileg útdráttarverðlaun veitt að lokinni verðlaunaafhendingu.