Í kvöld, fimmtudaginn 3. mars verður samvera í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20 í tilefni Kristniboðsviku Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sem stendur yfir dagana 27. febrúar – 6. mars.
Ekki verður því sérstakur fundur hjá Aðaldeild (AD) KFUM í kvöld eins og aðra fimmtudaga yfir vetrartímann.
Á samverunni verður Ragnar Schram með hugleiðingu, flutt verður tónlistaratriði frá lofgjörðarhóp og Guðlaugur Gunnarsson mun flytja erindi um Mekane Yesus-kirkjuna. Eftir að dagskrá lýkur verða ljúffengar kaffiveitingar og kaffi á boðstólnum, í umsjón Sambands íslenskra kristniboðsfélaga .
Allir eru hjartanlega velkomnir, bæði konur og karlmenn.
Félagsfólk er hvatt til að koma og taka þátt í samverunni.