Þá er þriðji dagurinn runninn upp og margt búið að bralla síðasta sólahringinn. Í gær eftir að hafa borðað hádegismat fóru stelpurnar að „Munnvatni“. Munnvatn er lítið vatn skammt héðan en nafnið er komið frá sögu sem foringjarnir bjuggu til um skessuna í fjallinu okkar en munnvatnið tilheyrir s.s henni. Þar var mikil drulla og skemmtu stelpurnar sér við að vaða bæði í henni og vatninu. Síðan var drukkið kaffi en eftir kaffi fóru stelpurnar í heita pottinn. Fyrir kvöldmatinn var haldin hæfileikakeppni og hef ég sjaldan veri vitni af jafn flottari keppni. Stelpurnar sýndu listir sýnar hver á fætur annarri. Um kvöldvöku sáu svo Lindarver og sýndu þær leikrit og skemmtu hinum stelpunum með leikjum. Ég held að ég ljúki þessum pistli
með því að vitna í dagbók, en þetta er birt með góðfúslegu leyfi Diljáar úr Hlíðarveri: „Dagur 2 var geðveikur út af því að eftir kvöldvökuna kom Gabríela engill og varaði okkur við. Martraðirnar munu reyna að hirða okkur, sagði hún. Martraðirnar voru konur, klæddar ruslapokum. Við þurftum að finna Blund og fá epli og gefa Óla Lokbrá þau. Hann sagði okkur lykilorð í Draumalandið. ÞETTA ER ALGERT ÆVINTÃRI.
P.s Við þurftum að hlaupa“
Fréttir af fleiri ævintýrum koma von bráðar……