Jóh 4.3-42 (valdir hlutar)
Nú kemur [Jesú] til borgar í Samaríu … Jesús var vegmóður og settist þarna við brunninn. Þetta var um hádegisbil.
Samversk kona kemur að sækja vatn. Jesús segir við hana: „Gef mér að drekka.“ …
Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.
Jesús svaraði henni: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir hver sá er sem segir við þig: Gef mér að drekka, þá mundir þú biðja hann og hann gæfi þér lifandi vatn.“
Hún segir við hann: „Herra, þú hefur enga skjólu að ausa með og brunnurinn er djúpur. Hvaðan hefur þú þetta lifandi vatn?
…
Jesús svaraði: „Hvern sem drekkur af þessu vatni [í brunninum] mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind sem streymir fram til eilífs lífs.“
Þá segir konan við hann: „Drottinn, gef mér þetta vatn svo að mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað að ausa.“ …
Konan segir við hann: „Ég veit að Messías kemur – það er Kristur. Þegar hann kemur mun hann kunngjöra okkur allt.“
Jesús segir við hana: „Ég er hann, ég sem við þig tala.“ …
Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn: „Komið og sjáið mann er sagði mér allt sem ég hef gert. Skyldi hann vera Kristur?“ Þeir fóru úr borginni og komu til hans. …
Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar sem vitnaði um það að hann hefði sagt henni allt sem hún hafði gert. Þegar því Samverjarnir komu til hans báðu þeir hann að staldra við hjá sér. Var hann þar um kyrrt tvo daga.
Og miklu fleiri tóku trú þegar þeir heyrðu hann sjálfan. Þeir sögðu við konuna: „Það er ekki lengur sakir orða þinna að við trúum því að við höfum sjálfir heyrt hann og vitum að hann er sannarlega frelsari heimsins.“
Hugleiðing
Þetta er skrítin saga nema við skiljum bakgrunninn. Í tíð Jesús þá áttu konur ekki að ávarpa karla nema með leyfi. Samverjar voru taldir óhreinir og ómerkilegri en gyðingar og konur sem höfðu átt marga menn voru sérstaklega lágt settar. Þegar Jesús byrjar að tala við konuna við brunninn þá hafnar Jesús þessari stéttarskiptingu og leggur áherslu á að við skiptum öll máli.
Jesús minnir síðan konuna á mikilvægi þess að eiga trú á Guð, það sem Jesú kallar lífsins vatn. Trú á Guð getur hjálpað okkur alla ævina meðan venjulegt vatn slekkur þorsta tímabundið.
Afleiðingar þess að birtast Jesú hefur mikil áhrif á konuna, hún lærir að hún er mikilvæg og elskuð af Guði og fólkið í þorpinu hennar sér að hún hefur breyst.
Bæn
Guð, þakka þér fyrir lífsins vatn, trúna á þig. Hjálpaðu okkur að koma eins fram við alla sem við mætum. AMEN.