Í fræðsluhefti þessarar annar er gert ráð fyrir að þegar efnin Fjallræðan – salt og ljós og Hver er mestur eru tekin fyrir sé höfð tenging við þemað að hjálpa náunganum með því að láta börnin gera eitthvað.
Á fundinum þar sem tekin er fyrir sagan Hver er mestur er einnig tilvalið að fá fulltrúa frá Hjálparstarfi Kirkjunnar eða Kristniboðssambandinu í heimsókn. Athugið að hafa samband við starfsfólk þaðan með góðum fyrirvara.
Guð skapaði alla menn í sinni mynd. Við eigum að vera góð við alla ekki bara þá sem við þekkjum. Á þessum þemafundi gera börnin góðverk fyrir einhverja sem þau þekkja ekki.
Hugmyndir að því sem er hægt að gera:
- Baka jólasmákökur / gera kókoskúlur fyrir eldri borgarana í kirkjunni eða jafnvel gefa á Kaffistofu Samhjálpar/Konukot.
- Búa til jólakort til að gefa börnum sem eru á spítala á jólunum. Kannski væri hægt að gefa eitthvað meira fyrir umrædda krakka á spítala, safna fyrir gjöf fyrir spítalann?) (Leiðtogarnir/æskulýðsfulltrúar sjá um að koma smákökunum / jólakortunum á réttan stað)
- Arka af stað með snjóskóflu og bjóðast til að moka snjóinn af bílaplaninu hjá fólki í hverfinu.
- Ef það er hjúkrunarheimili í nágreninu þá hafa samband við starfsfólkið þar og athuga hvort möguleiki sé á því að koma í heimsókn og syngja fyrri gamla fólkið. Það ætti að gleðja gamla fólkið og með því að gleðja aðra erum við að hjálpa náunganum.