Markmið

Að börnin átti sig á því að Jesús lætur sér annt um alla og heyrir ákall/bæn okkar.

Biblíuvers

Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans ekki svo dauft að hann heyri ekki. (Jes 59:1)

Bartímeus blindi

– Mark. 10:46-52

Bartímeus bjó í Jeríkó. Hann var blindur og gat því ekki unnið fyrir sér. Þess í stað sat hann dag eftir dag við rykugan þjóðveginn og bað þá, sem framhjá fóru, að gefa sér pening eða mat. Hann þráði það meira en nokkuð annað að geta séð og starfað og notið lífsins eins og aðrir. Hann hafði heyrt sögur af Jesú, hvernig hann gat læknað alls konar sjúkdóma. Þá ákvað hann að biðja Jesú um hjálp ef leið hans lægi einhvern tíma um Jeríkó. Svo var það dag einn að Jesús kom. Bartímeus heyrði að mikill mannfjöldi var á ferð. „Hvað er á seyði, hvað er á seyði?“ Spurði hann. „Segið mér hvað þið sjáið.“ Það er Jesús, sögðu menn. Hann kemur þessa leið. Bartímeus sá ekkert, en hann hafði sterka rödd. Og nú hrópaði hann: „Jesús frá Nasaret, hjálpaðu mér.“ Hann hrópaði svo hátt að fólk reiddist og sussaði á hann. En hann hélt áfram að kalla. „Leiðið blinda manninn til mín“ sagði Jesús þá. En Bartímeus stökk á fætur og kom til hans. „Hvað viltu að ég geri fyrir þig?“ spurði Jesús. „Að þú gefir mér sjón“ sagði Bartímeus. „Það skal ég gera“ sagði Jesús „Trú þín hefur læknað þig“. Nú gat Bartímeus séð. Hann sá borgina sína, fólkið, hann sá Jesú. Frá sér numinn af gleði slóst hann í för með þeim sem fylgdu honum. Bartímeus var sannfærður um að Jesús væri sonur Guðs og trú hans var það sterk að hann lét engan stöðva sig í því að kalla á hann. Það var trú hans sem bjargaði honum.

Samantekt og umræður

Jesús spyr okkur í dag hvað við viljum, hvað við viljum að hann geri fyrir okkur. Hann vill koma inn í líf okkar, fyrirgefa okkur syndir okkar og fá að vera með í okkar daglega lífi.

Jesús fer ekki í manngreinarálit, fyrir honum erum við öll jöfn og öll jafn dýrmæt. Hann elskar okkur öll sama hvernig við erum.

Jesús getur gert kraftaverk fyrir okkur enn í dag eins og á Bartímeusi.

Við getum lært að treysta Guði eins og Bartímeus gerði og fylgja honum í lífinu. Mikilvægt er að við látum ekki aðra stöðva okkur í því að fylgja Jesú og treysta honum. Bartímeus trúði á Jesú og lét engan fá sig ofan af því að treysta honum og hann uppskar samkvæmt því.

Bæn

Vertu Guð faðir

 

Aukaefni

Í upphafi samverunnar og fyrir söguna er hægt að fara í eftirfarandi leik:

  • Fá sjálfboðaliða til þess að koma upp, annar bindur fyrir augun á hinum og á að leiðbeina honum þannig að sá blindi komist á ákveðinn stað. Hægt er að ræða um það hvernig sé að vera blindur og þurfa að treysta á aðra.
  • Önnur útfærsla á leiknum (hentar kannski betur fyrir eldri hóp) er sú að búa til nokkur lið og binda fyrir augun á einum þátttakanda úr hverju liði. Sá hinn sami þarf svo að fara ákveðna þrautabraut með bundið fyrir augun og liðsmenn hans þurfa að vísa honum veginn á endastaðinn. Sá sem er fyrstur vinnur. Það getur verið erfitt að meta það hvaða rödd er að leiðbeina hverjum og mikilvægt að útiloka þær raddir sem nýtast ekki til að komast að endimörkum. Svo má taka umræðu um það