Alveg eins og við búum í litlum hluta alheimsins, var einhverju sinni músafjölskylda sem bjó alla sína ævi í stóru píanói. Í heimi píanósins fylltist á stundum allur heimurinn af fagurri tónlist, hvert skúmaskot hljómaði og ómaði. Lengi vel voru mýsnar mjög spenntar yfir fegurð hljóðanna. Þær leituðu skjóls og öryggis í trú sinni á það að einhver skapaði tónlistina. Þó skapari tónlistarinnar væri ósýnilegur og utan við allt sem þau þekktu, var hann líka svo nærri með sköpun sína. Mýsnar elskuðu tilhugsunina um Tónlistarmanninn mikla, sem þau gætu ekki séð.
Einn daginn hélt hugrökk mús á stað í leiðangur og prílaði upp eftir veggnum inn í píanóinu. Hugrakka músin kom til baka í þungum þönkum. Hún hafði uppgötvað uppruna tónlistarinnar. Tónlistin myndaðist vegna titrings strengja. Strengir af mismunandi lengd, titruðu og hristust, þannig myndaðist tónlistin. Mýsnar töldu sig flestar þurfa að endurskoða trú sína á Ósýnilega tónlistarmanninn. Þetta voru eftir allt bara strengir. Aðeins hinir allra íhaldssömu héldu í trú sína.
Síðar fór annar músahópur í lengri leiðangur upp píanóið. Þau uppgötvuðu enn nýjan sannleika. Það voru ekki strengirnir sem sköpuðu tónlistina, heldur hamrar. Tugir hamra dönsuðu upp og niður, slógu á strengina, sem síðan titruðu. Kenningin um hamrana sem lentu á strengjunum var flóknari en sú fyrri, en hjálpaði músunum að skilja að heimurinn væri fullkomlega vélrænn. Nú var svo komið að allar mýsnar höfðu misst trúna á Ósýnilega tónlistarmanninn. Sagan um þann sem skapaði tónlistina var orðin að ævintýri fyrir börn.
En fyrir utan píanóið sat píanistinn sem fyrr og flutti sína tónlist.