„Verkefni ómögulegt“ hefur í gegnum árin heitið mörgum nöfnum. Oft á tíðum hefur nafnið verið tengt kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum, þar sem þátttakendur/söguhetjur ferðast um og glíma við erfið verkefni.
Verkefnið felst enda í því. Þátttakendum á fundinum er skipt upp í nokkra hópa 3-5 í hverjum og fá ákveðin tíma 30-45 mínútur til að leysa eins mörg verkefni og þeir geta af sérstöku þrautablaði. Þrautirnar gefa mismörg stig og sá hópur sem fær flest stig sigrar. Að sjálfsögðu er hægt að breyta og bæta við þrautirnar að vild sem eru á þrautablaðinu hér fyrir neðan. Þannig er auðvelt að tengja þrautirnar við það efni sem taka á fyrir í hugleiðingu/helgistund dagsins.
Dæmi um þrautablað er á slóðinni: http://kfum.is/efnisveita/wp-content/uploads/sites/10/2012/11/2012-Verkefni-ómögulegt.doc.