Mjög einfaldur og sætur jólasveinn sem allir geta útbúið. Lítill efniskostnaður.
Það sem þarf til að útbúa jólasvein
- Pípuhreinsara
- Hvítt blað
- Penna (svartan og rauðan)
- Skæri
Framkvæmd
- Taktu pípuhreinsara og klipptu ca 10 sm bút af honum.
- Brjóttu lengri bútinn í tvennt og brettu örlítið uppá til að útbúa fætur.
- Minni bútinum vefur þú utanum stærri pípuheinsarann og myndar hendur.
- Í lokin teiknar þú andlit á hvítan renning og límir á pípuhreinsarann.
- Jólasveinninn er svo tilbúinn í hvað sem er.
Viðbætur (frá Carina „Mimmi“ Holmvik)
Ef einhvern vill fá flóknara verkefni er hægt að bæta við hvítu belti með beltissylgju. Jafnvel setja hvítar mancettur og hvít stigvélabönd. Þá má bæta við jólapoka i höndinni eða yfir öxl.