Einfalt og ódýrt  jólaföndur sem tilvalið er að nota í deildarstarfi. Hentar öllum aldurshópum.

Það sem þarf í jólahreindýr

  • Brúnt karton
  • Appelsínugult karton
  • Augu
  • Dúsk
  • Rauðan pappír
  • Lím
  • Skæri

Framkvæmd

  • Teiknaðu fót barnsins á brúnt karton.  Klipptu það svo út og gættu þess að klippa fyrir innan pennastrikið.  Þetta er höfuð hreindýrsins.
  • Teiknaðu hendur barnsins á appelsínugult kartonið og klipptu út á sama hátt og fótinn.  Þetta verða horn hreindýrsins.
  • Límdu hornin á andlitið.
  • Settu nebba, augu og munn á hreindýrið og þá er það tilbúið.
Sjá myndir og nánari upplýsingar á: http://www.enchantedlearning.com/crafts/christmas/handfoot/