Krakkarnir fara heim með eyðublað með fimm línum og selja hverja línu á 1.000 kr. Næsti fundur fer svo í kökugerð og útdrátt þar sem skýrist hver hinn heppni er sem vinnur kökuna. Líkurnar á því að vinna köku er einn á móti fimm. Efniskostnaður fyrir hverja köku er um 1.000 kr. og því safnar hver krakki 4.000 í ferðasjóð með þessu verkefni.

Hugmynd að kökuuppskrift

Um er að ræða einfalda skyrtertu sem auðvelt er að búa til og það eina sem þarf eru plastskálar, trésleifar, sleikjur og handþeytari. Gott er að hafa örbylgjuofn til að bræða smjörlíkið.

Innkaupalisti fyrir tvær kökur
½ lítri KEA vanilluskyr
½ lítri Rjómi
2 pakkar Lu kanilkex
200 gr. af smjörlíki
Álbakkar (fást 5 í pakkningu)
Fersk jarðaber
Jarðaberjasulta

Aðferð
Myljið einn pakka af kexi og bræðið smá smjörlíki og blandið saman og setjið í botninn. Þeytið ½ lítra af rjóma og blandið saman við ½ lítra af skyri. (Þessi blanda er í tvær kökur) Setjið þunnt lag af sultu, skerið jarðaber og skreytið kökuna.