Frásögnin hér fyrir neðan kemur úr bókinni “More Hot Illustrations for Youth Talks” sem kom út hjá Youth Specialties, Inc. 1995. Þýðinguna gerði Jón Ómar Gunnarsson.

Veiðmaður sat í hægindum sínum á fallegri strönd, hann hafði kastaði línu út og festi veiðistöngina í sandinum. Á meðan hvíldist hann og naut dagsins og veiðinnar. Um sama leyti kom viðskiptajötunn gangandi eftir ströndinni. Hann hafði verið undir miklu álagi undanfarna daga og vildi ganga í rólegheitum eftir ströndinni.

Hann undraðist þegar hann sá veiðmanninn sitja aðgerðarlausan á ströndinni. Hann hugsaði með sér hvers vegna hann sæti á strönd að veiða í stað þess að leggja hart að sér og vinna til að sjá fjölskyldu sinni farborða.

Viðskiptajötunninn gekk til veiðmannsins og sagði: „Þú veiðir ekki mikið svona. Þú ættir heldur vinna, en að liggja í leti á ströndinni.“ Veiðimaðurinn leit á hann og sagði brosandi: „Og hvað græði ég á því?“ „Nú, þú getur keypt net og veitt meiri fisk“ svaraði viðskiptajötunninn. „Og hvað svo, hvað græði ég á því?“ svaraði veiðimaðurinn brosandi.

Viðskiptajötunninn svaraði frekar hissa: „Nú, þá muntu þéna mikla peninga og geta keypt þér fiskibát, jafnvel togara.“ „Og hvað græði ég á því?“ svaraði veiðimaðurinn með bros á vör. „Skilur þú ekki! Þá getur þú eignast heilan bátaflota og látið starfsmenn sjá um að veiða á meðan að þú hefur það náðugt. Þú eignast fullt af peningum og þarft aldrei að vinna aftur! Þú munt geta setið á ströndinni og notið sólarlagsins áhyggjulaus“ sagði viðskiptajötuninn reiðilega.

En veiðmaðurinn horfði á hann skælbrosandi og svaraði: „Hvað sýnist þér ég vera að gera núna?“

Margir leggja mjög hart að sér við vinnu á lífsleiðinni til þess að öðlast hamingju. Þeir strita dag og nótt til þess að eignast mikið af peningum, svo þeir geti keypt sér hamingjuna. En eins og sagan sýnir okkur þá er eitthvað að þessari hugmyndafræði. Hver eru í raun hin sönnu laun erfiðisins? Því svarar viðskiptajötuninn ekki nægilega vel. Samkvæmt ritningunni vinnum við Guði til dýrðar. Vinnan er ein leið okkar til þess að lofa Guð. Í Kólussubréfi skrifaði Páll: „Hvað sem þið segið eða gerið, gerið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður með hjálp hans.“ (3.17) Laun erfiðisins eru að Guð er heiðraður og þannig öðlumst við sanna hamingju – því til þess vorum við sköpuð.