Fá börnin/unglingana til að standa upp og segja hópnum eitthvað eitt sem þeim þykir skemmtilegt að gera. Þegar öll börnin/unglingarnir hafa sagt frá. Þá er farið í annan hring og börnin/unglingarnir eiga að segja frá einhverju sem þau gera vel. Það getur verið hvað sem er, s.s. að raða í uppþvottavél, spila fótbolta, leika í Lego, hjálpa foreldrum sínum, læra stærðfræði, lesa eða syngja.