Þegar staðið er að dósasöfnun þarf að hafa nokkra hluti í huga. Mikilvægt er að auglýsa fyrirfram að á viðkomandi fundi verði dósasöfnun. Þannig geta þátttakendur komið með dósir að heiman til að hefja söfnunina. Verkefni fundarins er síðan að ganga um hverfið með ruslapoka og safna dósum frá heimilum. Mikilvægt er að leiðtoginn sé með góðan bíl eða kerru fyrir það sem safnast og eins má ekki gleymast að telja og flokka dósir og flöskur áður en farið er með þær í endurvinnslu.

Jákvætt er að virkja foreldra þátttakenda í verkefnið.