Eitt meginþema Harry Potter myndanna er sú sannfæring fylgismanna Voldemorts að sumir galdramenn séu merkilegri en aðrir. Í Harry Potter og leyniklefanum útskýrir Hermione fyrir Harry hvernig fylgismenn Voldemorts greina galdraheiminn í þá sem hafa hreint blóð og þá sem eru óhreinir. Atriðið er 90 sekúndur og hefst nákvæmlega á 40 mínútu myndarinnar (00:40:00).