Í fyrsta sinn verður boðið upp á vetrarævintýri í Vatnaskógi – Skemmtun og sjálfstyrking í skóginum

  1. – 16. mars 2025

Fyrir börn á aldrinum 10-12 ára sem elska ævintýri

Dagskrá: ævintýragöngur í skóginum, leiklist, varðeldur, leikir, samvinna, sjálfstyrking og margt fleira

Helgin er fyrst og fremst hugsuð sem skemmtileg samvera fyrir börn á aldrinum 10-12 ára en þó mun öll dagskrá miða að því að börnin séu að styrkja sjálfsmyndina og læra með því að takast á við ýmis verkefni í gegnum leik og samveru.

Við trúum á að leikur og skemmtun sé ein besta leiðin til að tileinka sér nýja færni, bæði fyrir börn og fullorðna. Það á að vera gaman!

Helstu verkefni sem unnið verður með verða sjálfstyrking, samskipti og samvinnu. Markmiðið er að börnin hafi einhver verkfæri í höndum sem geta hjálpað í samskiptum.

Helgin er í umsjá fagfólks sem hefur áratugareynslu af sumarbúðastarfi, meðal annars sértækum sumarbúðum fyrir börn með ADHD og skyldar áskoranir. Því gæti þessi helgi hentað börnum með ADHD sérstaklega vel og eru boðin velkomin.

Það verður nóg um að vera hjá okkur í Vatnaskógi og má þar helst nefna leiklistarnámskeið, ævintýraferðir í skóginum, varðeld, þrautir og ef það verður nægur snjór munum við byggja alvöru snjóhús.

Skráning á www.sumarfjor.is