Jólasnjórinn fellur mjúklega fyrir utan gluggann, útvarpið spilar bestu jólalögin og heitt kakó er á könnunni. Þá tekurðu fram smákökudeig Hlíðarmeyja – einfalt og dásamlega gott – og þú bakar heitar, nýbakaðar smákökur sem fylla húsið af dásamlegum jólailm.

Með hverju smákökudeigi styður þú framkvæmdir í Vindáshlíð. Þú færð ekki bara ljúffengar kökur heldur leggur líka þitt af mörkum til frábærs málefnis.

Hvernig virkar þetta?

  • Í hverri viku verða tvær sortir til sölu. Opið er fyrir pantanir næstu fjórar vikurnar.
  •  Pantaðu smákökudeigið þitt fyrir hádegi á fimmtudögum í hverri viku.
  •  Sækir á föstudögum á Holtaveg 28 fyrir kl. 18:00.
  •  Eða fáðu það í sent beint heim að dyrum fyrir aðeins 1.000 kr. (á höfuðborgarsvæðinu).

Í boði verður:

Vika 1 – afhent 15. nóvember: Smákökur með hvítu súkkulaði og lakkrís og rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði.

Vika 2 – afhent 22. nóvember: Smákökur með smartiesperlum og súkkulaðibitakökur með karamelludaim.

Vika 3 – afhent 29. nóvember: Súkkulaðibitakökur með þristum og karamellulengjur.

Vika 4 – afhent 6. desember: Súkkulaðibitakökur með brúnuðu smjöri og kanillengjur.

Ekki láta jólastemninguna fram hjá þér fara – tryggðu þér dásamlegt smákökudeig í dag: https://klik.is/event/buyingflow/108