Jólaflokkar Vindáshlíðar koma öllum svo sannarlega í hátíðarskap!
Í ár er boðið upp á þrjá jólaflokka. Það er ávallt mikil jólastemning í Hlíðinni með skreytingum, bakstri, hugleiðingum, og stútfullri dagskrá í anda jólanna.
Jólaflokkur I er 15.-17. nóvember fyrir stúlkur fæddar 2013-2015 (9-11 ára). Verð: 34.900 kr.
Jólamæðgnaflokkur – Jólaflokkur II er 22.-24. nóvember. Jólamæðgnaflokkur er fyrir 6-99 ára. Athugið að rúta er ekki í boði fyrir þennan flokk. Skrá þarf bæði móður og dóttir/dætur í flokkinn. Verð: 18.900 kr. á einstakling.
Jólaflokkur III er 30. nóvember – 1. desember og er fyrir stúlkur fæddar 2010-2012 (12-14 ára). Verð: 34.900 kr.
Hægt er að skrá í jólaflokka Vindáshlíðar hér: https://www.sumarfjor.is/Event.aspx?id=3