Karlakór KFUM vill bæta við sig söngmönnum í allar raddir. Kórinn æfir vikulega á mánudagskvöldum frá kl. 19:30 til u.þ.b. 21:15. Stjórnandi kórsins er Ásta Haraldsdóttir og píanisti Bjarni Gunnarsson. Áhersla er lögð á fjölbreytt lagaval og góðan félagsskap kórfélaga. Kórinn heldur jafnan tvenna tónleika á ári auk þess sem hann syngur gjarnan á viðburðum á vegum KFUM og KFUK, í kirkjulegu samhengi og víðar.
Áhugasamir geta haft samband við Ástu Haraldsdóttur (astahar@internet.is) eða Gunnar Jóhannes Gunnarsson, formann kórsins (gunnarjohannesgunnarsson@gmail.com), eða mætt á fyrstu æfingu haustsins mánudaginn 16. september kl. 19:30 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.