Ljósbrot, kvennakór KFUK fagnar tíu ára afmæli sínu með vortónleikum sunnudaginn 5. maí n.k. kl. 15.00 að Holtavegi 28, Reykjavík.
Á dagskránni eru íslensk þjóðlög og söngperlur í útsetningum Keiths Reed, kórstjóra. Keith hefur starfað við tónlist hérlendis og erlendis sem óperusöngvari, kórstjóri og organisti.
Ljósbrot er nýkomið úr vel heppnðari afmælistónleikaferð til London þar sem sungið var í Sænsku kirkjunni við Paddington.
Komið og fagnið með okkur!
Verð: 3.000 kr.
Miðar seldir við innganginn.