Vorferð AD KFUM og KFUK 2. maí
Vorferð AD KFUM og KFUK verður að þessu sinni fimmtudaginn 2. maí. Brottför frá Holtavegi kl. 17.00. Haldið verður á Þingvöll þar sem tekið verðu á móti okkur í Snorrabúð, gestastofunni á Hakinu. Sýningin þar skoðuð og sagt frá stöðu og framtíðaráformum vegna Þingvalla. Síðan verður farið í Þingvallakirkju þar sem sr. Axel Á. Njarðvík annast helgistund. Að því búnu liggur leiðin til Hveragerðis þar sem glæsileg snittuveisla bíður okkar í Matkránni. Áætlað er að koma til baka á Holtaveg um kl. 22.
Ferðin kostar kr. 9.000 á mann og er rúta, móttaka á Þingvöllum og snittuveisla í Hveragerði innifalið í verðinu.
Skráning í ferðina er á slóðinni https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=12437 eða í síma 588 8899.