KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að vekja trú á Krist og kalla til þjónustu í ríki hans, efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins. Þríhyrningurinn í merki félaganna undirstrikar þetta, en hliðar hans tákna líkama, sál og anda. Aðferðafræðin er aðferð Jesú Krists: Að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu.