Nú styttist í páskafjörði hjá okkur í Vindáshlíð og enn eru nokkur pláss laus í flokkinn.
Enn er opið fyrir skráningu í páskaflokk Vindáshlíðar sem verður haldinn 25. til 27. mars (í dymbilvikunni). Þetta er þriðja skiptið sem við höldum slíkan flokk og eru þeir frábær upphitun fyrir sumarið!
Það verður mikið fjör og gleði, skemmtileg dagskrá og úrvalslið foringja.
Páskaflokkurinn er fyrir stelpur á aldrinum 10 til 13 ára.
Verð: 34.900 kr (með rútu).
Rúturnar fara frá Holtavegi 28 kl 10:00 að morgni mánudagsins 25. mars en mælst er með því að mæta ekki seinna en 9:40 svo hægt sé að halda plani. Heimkoma er áætluð kl 15:00 miðvikudaginn 27. mars, en við biðjum þá sem koma að sækja stúlkurnar að vera mættir um 14:40.
Slóð á skráningu: https://sumarfjor.is/Event.aspx?id=3
Hlökkum til að sjá ykkur!