Jólabasar KFUK verður haldinn laugardaginn 2. desember nk. frá kl. 13:00-17:00.
Basarnefndin hvetur alla til að taka daginn frá og leggja leið sína á Holtaveg 28 þann 2. desember nk., versla fallegar handunnar vörur og klára jólabaksturinn ásamt því að gæða sér á vöfflum og heitu súkkulaði í notalegu umhverfi.
Það er alveg tilvalið að byrja aðventuna hjá okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Basarnefnd KFUK