Ágætu félagsmenn.

Kjörnefnd er að störfum fyrir stjórnarkjör á aðalfundi félagsins sem fram fer laugardaginn 13. apríl 2019 nk. kl. 10:00-14:00 að Holtavegi 28. Eins og segir í lögum félagsins mun kjörnefnd setja upp a.m.k. sex manna kjörlista með hliðsjón af uppástungum félagsfólks, enda berist þær henni a.m.k. viku fyrir aðalfund. Þá geta 15 fullgildir félagsmenn gert tillögu til kjörnefndar að nafni á lista til stjórnarkjörs. Kjörnefnd er skylt að taka tillit til þeirrar tillögu.

Kjörgengir í stjórn og sem skoðunarmenn reikninga eru fullgildir félagar sem hafa verið í félaginu í a.m.k. tvö ár samfleytt til þess dags sem kosning fer fram. Lögin segja einnig að launaðir starfsmenn í föstu starfi innan félagsins eða starfsstöðva þess og makar þeirra skulu ekki sitja í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi né heldur vera varamenn.

Hér með auglýsum við eftir framboðum til kjörs í stjórn félagsins.

Fyrir hönd kjörstjórnar,

Auður Pálsdóttir

(audurp@hi.is)