Í ár fylgdi þriggja manna hópur, Mjöll, Ástríður og Tómas, jólakössunum frá Jól í skókassa verkefninu eftir til Kirovograd í Úkraínu. Um var að ræða sex daga ferð, frá 8. til 13. janúar. Sem áður stýrði faðir Yevheniy verkefninu en hópurinn naut líka aðstoðar Vladislav og Palinu sem eru 19 og 16 ára sjálfboðaliðar sem og Amiran sem var bílstjóri okkar í ferðinni. Tilgangur ferðarinnar var að fylgja hluta jólaskókassanna eftir. Hægt er að lesa ferðasögu hópsins á vef Jóla í skókassa.