Aðaldeild (AD) KFUM og KFUK halda vikulega fundi yfir vetrartímann oftast í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
AD KFUM fundirnir eru á fimmtudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, fyrsti fundurinn verður á morgun 27. september. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.
Fundir fyrir konur, AD KFUK, eru á þriðjudögum kl. 17:30, nema annað sé tekið fram. Opið hús er frá kl. 17, kaffi, léttar veitingar og spjall. Við viljum benda á að fyrsti fundur vetrarins er ferð í Vindáshlíð, 2. október, sem þarf að skrá sig í fyrir hádegi næstkomandi mánudags.
Allar konur hjartanlega velkomnar.
Dagskrá AD KFUM
27. september: Lífstarf mitt
4. október: Til hvers er Biblían? Til hvers Biblíufélagið?
11. október: Hrókurinn á Grænlandi
18. október: Landhelgisdeilan frá sjónarhorni sendiherra
25. október: Leonardo Da Vinci – líf og list
1. nóvember: Veisluhld Skógarmanna
8. nóvember: Heimsókn í höfuðstöðvar Rauðakross Íslands
15. nóvember: Starf KFUM og KFUK í Laugarneshverfi á árum áður
22. nóvember: Fullveldið 1918 – hvernig varð Ísland sjálfstætt ríki?
29. nóvember: Saga tíuþúsund kallsins
6. desember: Aðventufundur KFUM og KFUK
Dagskrá AD KFUK
2. október: Eitt veit ég stað – Ferð í Vindáshlíð með kvöldverði og kvöldvöku, Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 1. okt. (skráning lokar kl. 12:00) til Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK, sími: 588-8899. Verð kr. 5.500.
9. október: Sýning um Guðrúnu Lárusdóttur
18. október, kl. 20:00: Landhelgisdeilan frá sjónarhorni sendiherra, sameiginlegur fundur með AD KFUM
23. október: Biblíulestur
30. október: Á göngu með Guði
8. nóvember, kl. 20:00: Heimsókn til Rauða krossins
13. nóvember: Sagan á bak við handverkið
20. nóvember: Kyrrðarbæn
27. nóvember: Biblíulestur
1. desember, kl. 14:00: Basar KFUK
6. desember, kl. 20:00: Aðventufundur KFUM og KFUK