Nú er deildarstarfið KFUM og KFUK á Suðurnesjum senn að hefjast. Miklar framkvæmdir hafa verið í húsinu að Hátúni 36 en nú erum við tilbúin og spennt að taka á móti börnum og unglingum á nýja leik. Í næstu viku, byrja yngri deildirnar og unglingadeildin að Hátúni 36.
Yngri deild drengja, 5. – 7. bekkur: þriðjudaga kl. 17.30 – 18.30
Yngri deild stúlkna, 5. – 7. bekkur: miðvikudaga kl. 19.30 – 20.30
Vinadeild drengja og stúlkna, 2. – 4. bekkur: fimmtudaga
kl. 14.30 – 15.30
Unglingadeild drengja og stúlkna, 8. – 10. bekk: sunnudaga
kl. 20.00 – 21.00
Yngri deild drengja og stúlkna í 5. – 7. bekk í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju i Innri Njarðvík: fimmtudaga kl. 19.30 – 20.30. ATHUGIÐ að þessi deild hefst ekki fyrr en 20. september.
Við munum auglýsa deildarstarfið í Grindarvíkurkirkju þegar nánari upplýsingar berast.
Hlökkum til að sjá ykkur,
bestu kveðjur frá leiðtogum í KFUM og KFUK á Suðurnesjum.