Næstkomandi sunnudag, 2. september, verður haldin árleg kaffisala Vindáshlíðar!
Kaffisalan hefst á guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð kl. 14:00 sem Helga Kolbeinsdóttir mun leiða og að henni lokinni verður haldið niður í aðalbygginguna og hægt að gæða sér á ljúffengum veitingum á sama tíma og maður styrkir starfsemina.
Þessi viðburður veitir nýjum sem og eldri Hlíðarmeyjum, fjölskyldum og vinum tækifæri til að deila sögum og minningum sín á milli í yndislegu umhverfi okkar.
Gönguhópur KFUM og KFUK stendur fyrir göngu á kaffisöluna en mæting er á bílastæði skógræktarinnar við Fossá í Hvalfirði kl. 12. Gangan tekur um 1 klst. og 45 mín. Gengið verður sömu leið til baka um kl. 16. Nánari upplýsingar eða fyrirspurnir má fá í gegnum facebookhóp hópsins Ferðir/útivist/hreyfing-KFUMogKFUK.
Verðskrá á kaffisöluna:
Fullorðnir: 2.500 kr.
7-12 ára: 1.000 kr.
0-6 ára: Frítt
Allir hjartanlega velkomnir!