Helgina 31. ágúst – 2. september verður karlaflokkur í Vatnaskógi, ætlaður karlmönnum á aldrinum 17-99 ára.
Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu fyrir Vatnaskóg. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og messu.
Verð á Heilsudaga karla er kr. 12.500. Hægt er að ganga frá skráningu á kfum.is eða í síma 588-8899.
Dagskrá í Karlaflokki
Fimmtudagur 30. ágúst
Á staðnum er skólahópur – nýnemaferð MK sem nota hluta af staðnum, en áhugasamir eru velkomnir á staðinn til að undirbúa eða hefja vinnu í þágu Vatnaskógar. Matur og gisting í boði en engin formleg dagskrá.
Föstudagur 31. ágúst
14:30 ATH: breyttur staður og tími! Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ (fyrir þá sem vilja). Leiksstaður Brautarholtsvöllur á Kjalarnesi. Vallargjald greiðist á staðnum. Umsjón: Ársæll Aðalbergsson
19:00 Léttur kvöldverður
20:00 Erindi: 10 ár frá hruni – höfum við eitthvað lært?
Dr. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur og fyrrv. fjármála- efnahagsráðherra
21:30 Frjáls tími
22:00 Kvöldhressing
22:30 Guðsorð fyrir svefninn
Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson
23:00 Bænastund í kapellu
23:30 Gengið til náða
Laugardagur 1. september
08:00 Vakið
08:20 Müllersæfingar og fánahylling
08:30 Morgunmatur
09:00 Biblíufræðsla: Jahve og El – Guð nær og fjær. Tvær Guðsmyndir í Gamla Testamentinu.
Halldór Elías Guðmundsson djákni og fræðslufulltrúi Pilgrim Congregational UCC, Ohio, USA
10:00 Vinna fyrir Vatnaskóg
11:00 „Ellefukaffi“
12:00 Matur
12:30 Höllun
13:00 Vinna fyrir Vatnaskóg
15:30 Kaffi
16:00 Fótboltaleikur á íþróttavelli, slökun í heitu pottunum, veiði á vatninu ofl.
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Hátíðarkvöldvaka
Um kvöldvökuna sjá feðgarnir Sigurbjörn Þorkelsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Geirlaugur Sigurbjörnsson og Páll Steinar Sigurbjörnsson
22:30 Kvöldkaffi
23:15 Bænastund í kapellu
Sunnudagur 2. september
09:00 Vakið
09:20 Müllersæfingar og fánahylling
09:30 Morgunmatur
10:00 Biblíufræðsla: Jesús og spámennirnir. Hvað er réttlæti?
Halldór Elías Guðmundsson djákni og fræðslufulltrúi Pilgrim Congregational UCC, Ohio, USA
11:00 Frágangur
12:00 Matur
13:00 Gönguferð frá Fossá í Hvalfirði yfir í Vindáshlíð
14:00 Messa í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð
15:00 Kaffisala Vindáshlíðar – verð kr. 2500 fyrir fullorðna, kr. 1000 fyrir 7-12 ára, kr. 0 fyrir 0-6 ára
* Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Leiknar verða 9 holur leikstaður Brautarholtsvöllur.
Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: arsaell@kfum.is eða í síma 899-7746. Vallargjald þarf að greiða sérstaklega.
Vinna í þágu Vatnaskógar – dæmi um verkefni:
- Fjarlægja greinar úr skóginum eftir skógarhögg í vor
- Viðhald á íþróttasvæði (hreinsa gróður af braut, hreinsa ræsi, lagfæra tréverk, mála mörk)
- Ýmis verkefni í bátaskýli
- Mála glugga á Birkiskála I
- Mála körfuboltavöll undir körfu við íþróttahús
- Mála norðurhlið Gamla skála
- Stækka rjóður við Vatnabúðir
- Klippa marg-toppa grenitré
- Höggva eldivið
- Tína rusl
- Uppsetning á hillum o.fl. í þvottaherbergi í Birkiskála 2
- Slá Oddakotsstíginn
- Ýmis vinna í kringum nýja skógarkofann
- Merkja skógarstíga
- Skanna slidesmyndir
Verið hjartanlega velkomnir!