Þann 26. apríl fara AD deildir KFUM og KFUK í vorferð til Reykjanesbæjar.
Lagt verður af stað með rútu kl. 17:30 frá Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Opið er fyrir skráningu á netinu og hægt að skrá sig hér. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu félagsins og skrá sig í síma 588 8899.
Varnarsvæðið verður skoðað og mun Friðþór Eydal fyrrverandi upplýsingarfulltrúi Varnarliðssins annars leiðsögn.
Glæsilegur kvöldverður verður í húsi KFUM og KFUK í Keflavík og að lokum mun hin sögufræga Njarðvíkurkirkja verða heimsótt en hún var vígð árið 1886 og er hlaðin úr handhöggnu grjóti.
Spennandi og fróðleg ferð við allra hæfi.