Minnum á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi sem haldinn verður laugardaginn 14. apríl 2018 í húsi félagsins að Holtavegi 28 í Reykjavík. Athugið að fundurinn hefst kl. 10:00.
Húsið opnar kl. 9:30 en þá verður heitt á könnunni og kjörgögn afhent. Þeir sem ekki hafa greitt árgjald félagsins hafa tækifæri til að gera það við innganginn. Formleg dagskrá hefst kl. 10:00 og áætlað er að fundi ljúki fyrir kl. 14:00.
Ársskýrsla félagsins er komin út og hefur verið send félagsfólki (50 ára og eldri).
Dagskrá:
9:30 Kjörgögn afhent – heitt á könnunni.
10:00 Ávarp formanns og setning aðalfundar
Helgi Gíslason, formaður KFUM og KFUK.
Hugvekja og bæn
Sr. Guðni Már Harðarson.
Stutt hlé
Aðalfundarstörf
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Starfsskýrsla stjórnar.
- Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar.
- Fjárhags- og starfsáætlun.
- Stjórnarkjör.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Ákvörðun árgjalds.
- Tillaga til lagabreytinga.
- Önnur mál.