Ágætu foreldrar/forráðamenn.
Vegna veðurs verður EKKI farið heim frá Vatnaskógi í dag (sunnudag 11. febrúar). Engar áhættur verða teknar með tilraunir til þess að komast heim. Öryggi barnanna gengur fyrir og ef við erum ekki viss, þá förum við ekki.
Veðurspáin fyrir morgundaginn er góð og áætluð brottför er í fyrramálið.
Bæði börn og starfsmenn hafa það fínt og allir eru óhultir í Vatnaskógi með nóg af mat og drykk. Hér verður nóg að gera í dag og hljóðið var létt í stærstum hluta hópsins, sem finnst þetta bara vera ævintýri.
Við biðjum ykkur að gera ráðstafanir varðandi skólamál barnanna, persónuleg mál og svo að vera tilbúin til þess að sækja börnin á sama stað og rútur þeirra fóru frá á föstudeginum.
Ef þið þurfið að hafa samband er þetta númerið hjá Vatnaskógi: 433 8959
Virðingarfyllst,
Gunnar, æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK.