Í dag klukkan 13 var opnað fyrir skráningu í sumarbúðir KFUM og KFUK og Leikjanámskeið á vegum félagsins í Kópavogi og Reykjanesbæ. Viðtökur eru hreint frábærar og á fyrsta klukkutíma skráningar voru skráð yfir 400 hundruð börn en í heildina bjóða KFUM og KFUK upp á um 2.900 pláss í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum.
Það er fjölbreytt úrval námskeiða í boði fyrir bæði stráka og stelpur, ævintýraflokkar, listaflokkar, unglingaflokkar, fókusflokkur, ADHD flokkar, frumkvöðlaflokkur og krílaflokkur. Þess er gætt að á hverjum stað sé hæft starfsfólk sem hefur fengið þjálfun og býr yfir reynslu af störfum með börnum og unglingum. Auk þess þurfa allir þeir sem starfa hjá KFUM og KFUK að hafa hreint sakarvottorð og sækja námskeiðið Verndum þau sem fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi eða vanrækslu.
Skráning fer fram á www.sumarfjor.is en einnig er hægt að hringja á þjónustumiðstöð félagsins í síma 5888899 til að skrá og fá frekari upplýsingar. Hægt er að skipta greiðslu dvalargjalds í nokkrar greiðslur.