Heimssamband KFUK
KFUM og KFUK á Íslandi er fullgildur aðili að Heimssambandi KFUK. Meðal þeirra verkefna sem félagið tekur þátt í á vegum sambandsins er alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK og aðalfunda sambandsins.
Heimssamband KFUM
KFUM og KFUK á Íslandi er ekki fullgildur aðili að Heimssambandi KFUM en hefur þó áheyrnaraðild að félaginu. KFUM og KFUK á Íslandi tekur þátt í alþjóðlegu bænavikunni sem sambandið skipuleggur í samstarfi við Heimssamband KFUK. KFUM og KFUK á Íslandi er einnig boðið að senda fulltrúa á Heimsþing KFUM sem haldin eru á fjögurra ára fresti.