Mikið magn óskilamuna frá sumarstarfi sumarbúða og leikjanámskeiða KFUM og KFUK er til staðar í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
Óskilamunirnir eru af ýmsum stærðum og gerðum, og eru úr Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli auk leikjanámskeiða sumarsins í Hjallakirkju.
Foreldrar og forráðamenn barna sem dvöldust í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK og telja að börnin hafi gleymt munum þar, eru hvött til að koma á Holtaveg 28 og vitja óskilamunanna. Þar er símanúmerið 588-8899 og opið frá kl.9 til 17 alla virka daga.
Óskilamuni úr sumarbúðunum á Hólavatni má nálgast í húsi KFUM og KFUK á Akureyri, Sunnuhlíð 12, og óskilamuni af leikjanámskeiðum í Reykjanesbæ í Hátúni 36, Keflavík.
Vitja skal óskilamuna í síðasta lagi fyrir föstudaginn 2. nóvember. Eftir þann tíma verður óvitjuðum óskilamunum ráðstafað til Hjálparstarfs kirkjunnar.