Það væru tæplega 100 hressir drengir sem mættu í Vatnaskóg í gær. Það hefur blásið aðeins á okkur, en það hefur þó ekki komið í veg fyrir konunglega skemmtun hjá bæði drengjum og foringjum. Svínadalsdeildin í knattspyrnu er hafin og nú þegar hafa verið haldin fjölmörg íþróttamót. Strákarnir hafa skemmt sér í kúluvarpi, kassabílarallýi, skotbolta, ævintýraferðum um skóginn, á smíðaverkstæðinu ásamt leikjum í íþróttahúsi og úti. Drengirnir eru greinilega ánægðir með að vera komnir í Vatnaskóg!
Komnar eru inn myndir af öllum borðunum og foringjum þeirra. Þær má sjá hér: http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157630726188118/
Með kveðju úr Vatnaskógi,
Ásgeir Pétursson, forstöðumaður.