Fyrstu 2 dagar flokksins voru heldur vindasamir og voru því bátarnir lokaðir að mestu. Boðið var
uppá margt annað í staðinn einsog hoppukastala í íþróttahúsi, ýmis mót, fótbolta, frjálsar, víkingaróður, mótorbátsferðir og margt annað skemmtilegt. Einnig kom Kalli Kanína í heimsókn og stjórnaði ratleik þar sem fjársjóðurinn var íspinnar. Í dag kom lognið og er hér núna um 17 stiga hiti og heiðskýrt. Búið er að setja inn myndir á flick síðuna og hægt er að nálgast þær hér, á myndunum má sjá atriði á kvöldvöku, drengi að leika sér í íþróttahúsinu og myndir frá gönguferð sem nokkrir drengir fóru í. Þeir drengir sem eru að koma í fyrsta skiptið í Vatnaskóg eru nú orðnir Skógarmenn og er það titill sem aldrei verður af þeim tekinn. Á morgun er veisludagur og fáum við þá veilsukvöldverð og síðan verður veislukvöldvaka.
læt þetta duga í bili.
kveðja úr Skóginum
Haukur Árni
forstöðumaður
- Skógarkirkja