Senn líður að lokum 3. flokks. í Vatnaskógi. Flokkurinn hefur gengið afar vel. Frábær hópur af skemmtilegum drengjum sem njóta veðurblíðunnar í Vatnaskógi.

Í dag er veisludagur og dagskráin því nokkuð frábrugðin hefðbundum degi. Í morgun var hlaupið brekkuhaup og  síðan var stórleikur í knattspyrnu þar sem drengir spila við foringjana leiknum lauk með jafntefli og vítaspynukeppni þurfti til að knýja fram úrslit, þar mörðu foringjar sigur.

Eftir kaffi er  wipoutbraut Vatnaskógar í gangi og veilsumáltíð mun síðan hefjast kl. 18:30.

Á veislukvöldvöku verður meðal annars verðlaunaafhending, hið geysivinsæla Sjónvarp Lindarrjóður

Á morgun er heimferðardagur. Spennandi dagskrá fram eftir degi en síðan veður bottför eftir kaffi um kl. 16:00 og áætluð heimkoma um kl. 17:00.

Hér eru nokkrar myndir og fleiri á leiðinni.

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/7425241238/in/photostream/

kveðja úr Vatnaskógi

Ársæll