2. dagur í ævintýraflokki byrjaði með klukkustundar útsofi, enda fóru stúlkurnar seint að sofa kvöldið áður. Brennókeppnin hélt áfram og tóku margar þátt í kraftakeppni. Þetta eru sterkar stúlkur og var því baráttan mikil. Eftir hádegi brugðu foringjarnir sér í ískyggilegt gervi sem hermenn, blóðugir og skítugir og eltu stelpurnar og settu í fangabúðir. Þær sem ekki vildu taka þátt dunduði sér inni og skemmtu sér við að horfa út um gluggan. Eftir leikinn var umræða um hvernig flóttamenn hafa það úti í hinum stóra heimi og hversu mikilvægt er að biðja fyrir þeim og stjórnvöldum þeirra landa. Á hugleiðingunni um kvöldið var einnig rætt um leikinn og hversu mikilvægt er að líta á hjartað í fólki en ekki útlit eða framandi venjur.
Á kvöldvökunni fengu stelpurnar að spreyta sig í hæfileikakeppni og sýndu margar flotta takta í söng og dansi. Á veislukvöldi verða tilkynntir sigurvegarar.
Stelpurnar fengu morgunkorn í morgunverð, kjúklingaleggi í hádegismat, heimalagað kryddbrauð og ávextir í kaffinu og skyr og kryddbrauð í kvöldmat en köku og ávexti í kvöldhressingunni. Afmælisbarn dagsins fékk að koma upp á stól, blása og kerti og Vindáshlíðarafmælissöngurinn var sunginn fyrir hana.
Framundan er sprell í bland við hátíðleik og hlökkum við til að segja stelpunum meira frá Guði. Þær eru duglegar og hressar og stutt í fjörið hjá þeim 🙂
Myndir úr starfinu má finna hér http://www.kfum.is/sumarstarf/vindashlid/vindashlid-ljosmyndir/