Váá hvað það er gaman í Vindáshlíð. Það finnst mér að minnsta kosti og ekki er annað að sjá og heyra en að stelpurnar sem hér dveljast séu mér hjartanlega sammála.
Í gær var svokölluð Vindáshlíðarmessa í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Stelpurnar sjá að mestu um þá messu, að sjálfsögðu með aðstoð starfsstúlkna. Þær skiptast í hópa sem eru skreytinga-, undirbúnings-, leiklistar- og sönghópur.
Skreytingahópurinn sér um að skreyta kirkjuna með myndum og blómum. Undirbúningshópur sér um að afhenda bækur, hringja kirkjuklukkum, flagga og fara með upphafs- og lokabæn (einskonar meðjálparar). Leiklistarhópur sér um að leika leikrit og í þetta sinn var sýnt leikritið um eigingjarna risann eftir Oscar Wilde. Sönghópurinn flutti svo fjögur skemmtileg lög. Messan var fjörug og vel heppnuð.
Auðvitað var kvöldvakan alveg rosalega skemmtileg. Mér finnst þessar stelpur eiga auðvelt með að koma fram og gera það vel. Það lofar góðu fyrir framtíðina. Kannski upprennandi starfstúlkur í Vindáshlíð. Hver veit?
Ró var komin á um kl.22:30
Bestu kveðjur
Halla forstöðukona