Nú er síðasti heili dagurinn byrjaður í Gauraflokki.
Nú eru drengirnir í þremur hópum þar sem einn hópurinn er í mótorbátsferð, annar hópurinn er að kveikja eld upp í skógi og grilla snúrubrauð og síðasti hópurinn er í frjálsum íþróttum útá íþróttavelli. Við áttum frábæran dag í gær, veðrið lék við okkur. Boðið var uppá kassabílarallý, vaða í vatninu, bátar, veiði, heitir pottar og margt fleira. Veðrið í dag er ekki af verri kantinum, sól og logn. Flugurnar eru eitthvað að pirra okkur en við reynum að hunsa þær og halda áfram að skemmta okkur. í matinn í dag er grjónagrautur í hádeginu og partýskinka í kvöldmatinn með öllu tilheyrandi. Það er ekkert slor á sjálfan veisludaginn. Foringjarnir eru á fullu að undirbúa hátíðakvöldvöku með skemmtiatriðum bæði í leik og söng.
Nýjar myndir eru komnar á netið og hér er linkurinn á þær: http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157630066048282/
Með kærri kveðju úr skóginum Haukur Árni