Næsta sunnudag, þann 20. maí, verður sérstök KFUM og KFUK-messa haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík kl.11. Messan er haldin í tilefni af afmæli sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi, sem er um þetta leyti.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari, og félagar í KFUM og KFUK aðstoða og taka virkan þátt í messunni.
Auður Pálsdóttir og Gyða Karlsdóttir lesa ritningarlestra, Þórarinn Björnsson prédikar og ungmenni innan KFUM og KFUK lesa bænir. Þá mun Karlakór KFUM og KFUK syngja undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur.
Félagsfólk í KFUM og KFUK á Íslandi á öllum aldri er sérstaklega hvatt til að sækja messuna og eiga þar góða stund, syngja KFUM og KFUK-söngva og um leið minnast sr. Friðriks.