Skráning stendur nú sem hæst yfir í sumarbúðir og leikjanámskeið KFUM og KFUK fyrir komandi sumar.
Skráning fer fram í síma 588-8899 í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28 og í Sunnuhlíð 12 á Akureyri og á skraning.kfum.is (netskráning). Vinsamlega athugið að ef netskráning er gerð, gengur skráningin aðeins í gegn ef dvalargjald er greitt að fullu í einni greiðslu.
Boðið er upp á dreifingu greiðslna dvalargjalda, en þá hægt er að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK.
Fullt er orðið í nokkra dvalarflokka sumarsins, en enn eru laus pláss í mörgum flokkum. Í þá flokka sem fullt er orðið, gefst kostur á að skrá börnin á biðlista, en haft verður samband við forráðamenn ef pláss losna.
Sumarið sem er framundan er vissulega spennandi og hefur án efa í för með sér ótal skemmtilegar stundir í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK.
Nánari upplýsingar um flokkaskrár sumarbúðanna og leikjanámskeiðanna má sjá hér á síðunni.