KFUM og KFUK er aðili að Æskulýðsvettvangnum ásamt UMFÍ, Skátunum og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Nú í vor voru unnar og samþykktar nýjar siðareglur sem gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða æskulýðsvettvangins. Vinnan var unnin undir stjórn Báru Sigurjónsdóttur lögfræðings og í samvinnu við fulltrúa Æskulýðsvettvangsins. Verkefnið var styrkt af Æskulýðssjóði.
Siðareglur æskulýðsvettvangsins koma í stað eldri siðareglna fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í starfi KFUM og KFUK, sem voru skrifaðar 2005 í samvinnu við Biskupsstofu, ÆSKR og Æskulýðsnefnd Kjalarnesprófastsdæma.
Siðareglur Æskulýðssvettvangsins má nálgast á vef KFUM og KFUK undir Siðareglur.