Í vikunni fór fram Verndum þau – námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða KFUM og KFUK.
Námskeiðið er haldið af KFUM og KFUK, í samstarfi við UMFÍ og BÍS, og fjallar um hvernig hvernig bregðast skal við grun um hvers kyns ofbeldi eða vanrækslu í garð barna og ungmenna.
Um 40 starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum félagsins sóttu námskeiðið, sem var haldið í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Kennari á námskeiðinu var Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis – og afbrotafræðingur, sem starfar í Barnahúsi og hefur mikla reynslu af barnaverndarmálum.
KFUM og KFUK á Íslandi hefur þá stefnu að allir sem starfa í æskulýðsstarfi félagsins sæki Verndum þau – námskeið. Töluverður fjöldi barna á Íslandi býr við vanrækslu og/eða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Því er það mikilvægt markmið félagsins að starfsmenn og sjálfboðaliðar séu vel undirbúnir til að bregðast við málum sem mögulegt er að komi upp sem tengjast ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum og unglingum sem sækja starf félagsins.