Á morgun, þriðjudaginn 24.apríl verður farið í Vor- og afmælisferð AD KFUK á Garðskaga.
Lagt verður af stað með rútu frá húsi KFUM og KFUK á Holtavegi kl. 18.
Útskálakirkja verður skoðuð og þaðan haldið á veitingastaðinn Tveir vitar. Boðið verður upp á súpu, brauð, salatbar og kaffi á eftir. Á staðnum er líka byggðasafn, sem gaman er að kíkja á. Ferðinni er svo heitið að Hvalsneskirkju þar sem séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur mun enda samveru kvöldsins með hugleiðingu og bæn.
Skráning í ferðina fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899.
Kostnaður er kr. 3000 fyrir mat og rútu og greiðist í rútunni.
Allar konur eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að mæta og njóta þess að vera saman í fögru umhverfi og enda þannig veturinn í AD KFUK.
AD-nefnd KFUK þakkar fyrir frábæran vetur og hlakkar til að eiga góða ferð með sem flestum.