KFUM og KFUK á Íslandi annast margvíslega útgáfu í tengslum við starf félagsins. Á hverju ári er gefið út fræðsluefni annars vegar fyrir sumarstarfið og hins vegar fundarstarfið að vetri þar sem leitast er við að fjalla um mikilvægi kristinnar trúar fyrir líf þátttakenda í starfinu.
Félagið gefur út handbækur fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða, með upplýsingum um vinnuferla og reglur félagsins, meðal annars í sumarbúðastarfinu og hvar annars staðar í starfi með börnum og unglingum.
Þá gefur KFUM og KFUK út kynningarefni á hverju ári. Við upphaf sumarstarfsins hefur mörg undanfarin ár komið út glæsilegt blað með dagskrá sumarstarfsins og í vetrarbyrjun hefur verið gefið út kynningarefni fyrir vetrarstarfið.
Fréttabréf KFUM og KFUK kemur út reglulega og flytur fréttir af fundum og viðburðum í starfinu. Þá gefur félagið út veglega árskýrslu þar sem hægt er að fá greinargott yfirlit um allt starf á vegum félagsins. Skýrslan kemur út í tengslum við Landsfund KFUM og KFUK í apríl ár hvert.
Hægt er að nálgast rafrænar útgáfur af ýmsu útgefnu efni KFUM og KFUK á http://issuu.com/kfumkfuk.