Í kvöld, sunnudaginn 15.apríl verður sunnudagssamkoma í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, kl. 20. Yfirskrift samkomunnar er að þessu sinni: “Drottinn bjargar” (Sálm.116:1-9), en ræðumaður verður Guðlaugur Gunnarsson.
Bjarni Gunnarsson, Rúna Þráinsdóttir og félagar sjá um stjórnun og tónlistarflutning. Samkomuþjónar verða Snorri og Kristín. Að samkomu lokinni verður sælgætis-og gossala KSS-inga opnuð, og gestir eru hvattir til að eiga saman góða stund. Allir eru hjartanlega velkomnir.