Í kvöld, þriðjudaginn 27. mars, verður fundur hjá AD KFUK í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, kl.20. Á fundi kvöldsins verður biblíulestur í umsjón Bryndísar Möllu Elídóttur, sem mun leiða gesti um sögusvið Biblíunnar. Að venju verður boðið upp á kaffi og meðlæti eftir fundinn.
Stjórnun fundarins verður í höndum Sigrúnar Gísladóttur.
Allar konur eru hjartanlega velkomnar!
Framundan hjá AD KFUK í vor:
- Þriðjudaginn 3.apríl og þriðjudaginn 10.apríl verða engir fundir hjá AD KFUK.
- Þriðjudaginn 17. apríl: Þrep til velsældar – líkami, sál og andi: í umsjón Ragnheiðar Grétarsdóttur jógakennara – María Aðalsteinsdóttir stjórnar fundinum.
- Þriðjudaginn 24. apríl: Afmælisfundur KFUK – Vorið er komið – Vorferð í Hvalsneskirkju til séra Sigurðar Grétars Sigurðssonar. Dagskrá og fyrirkomulag ferðarinnar verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Konur á öllum aldri eru hvattar til að fylgjast með og taka þátt í skemmtilegri dagskrá AD KFUK.